Hamfarir við Ægisgötu: Malbikið flettist af og stórgrýti um allt
Ljóst er við nánari skoðun að hamfarir hafa átt sér stað við Ægisgötu í Keflavík í veðrinu í morgun. Á svæðinu þar sem hátíðarsvið Ljósanætur er staðsett ár hvert hefur stórgrýti skolað langt upp á land.
Ægisgatan er ófær vegna stórgrýtis og þá hefur malbikinu skolað af götunni á stóru svæði.
Ráðast þarf í talsverðar viðgerðir áður en hægt verður að opna götuna að nýju.
Myndirnar í safninu hér að neðan tók Hilmar Bragi núna síðdegis.