Hámenntað lögreglulið hjá Jóni
Á þriðjudaginn gengu sjö nýjir lögreglumenn í raðir lögreglunnar í Keflavík og eru þeir allir útskrifaðir úr Lögregluskólanum. Jón Eysteinsson sýslumaður í Keflavík afhenti lögreglumönnunum skipunarbréf við hátíðlega athöfn í samkomusal lögreglunnar í Keflavík. Að sögn Karl Hermannssonar yfir-lögregluþjóns er það mikill styrkur fyrir lögregluna að fá menntað fólk í hennar raðir. Eftir ráðninguna eru eingöngu skólagengnir lögreglumenn starfandi hjá Lögreglunni í Keflavík.