Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hámarkshraði verður 30 km á flestum götum í Garði
Sunnudagur 12. nóvember 2006 kl. 00:26

Hámarkshraði verður 30 km á flestum götum í Garði

Bæjarráð Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu frá umferðarnefnd í Garði um að hámarkshraði verði 30 km í íbúðargötum fyrir utan Garðbraut og Skagabraut og einnig í námunda við Gerðaskóla sé hraði lækkaður.

Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við sýslumann að leyfi verði gefið fyrir því að hámarkshraði verði 30km í íbúðargötum í Garðinum fyrir utan Garðbraut og Skagabraut og einnig í námunda við Gerðaskóla.

Í greinargerð með tillögunni segir að íbúar bæjarins hafa ítrekað kvartað, bæði munnlega og skriflega, yfir hröðum akstri í íbúahverfum.  Ásamt þessari aðgerð yrðu merkingar skýrar, bæði með skiltum og málaðar á götur.  Einnig verða hraðahindranir á Gerðavegi og Heiðarbraut endurgerðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024