Atnorth
Atnorth

Fréttir

Hámarkshraði innan hafnar
Miðvikudagur 1. nóvember 2006 kl. 10:45

Hámarkshraði innan hafnar

Það er ekki eingöngu á vegum landsins sem reynt er sporna við of miklum hraða. Í höfninni í Grindavík hefur þessu skilti verið komið upp en það gefur til kynna að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur.

Á vef Grindavíkurbæjar segir að ástæða hafi verið til að setja upp skiltið vegna þess að sumir sjófarendur hafi stundum verið að flýta sér of mikið í höfninni. Segir í  fréttinni að síendurtekinn tilmæli hafnaryfirvalda um að draga úr hraðsiglingum innan hafnar, hafi ekki skilað sér sem skyldi. Það sé von starfsmanna hafnarinnar að menn sjái skiltið og dragi úr ferð, svo komast megi hjá óþægindum og hættu á slysum og tjóni. Skiltið er upplýst í myrkri og ætti því að sjást nokkuð vel.
Bílakjarninn
Bílakjarninn