Hálsmeiðsl í aftanákeyrslu
Farþegi úr bifreið sem lenti í aftanákeyrslu á gangbraut í Njarðvík fyrir stundu var fluttur á sjúkrahús vegna meiðsla á hálsi. Áreksturinn var harður en í fyrstu var talið að ekki hafi orðið meiðsl á fólki. Þegar lögregla kom á vettvang var ákveðið að kalla til sjúkralið og flytja farþegann á sjúkrahús til skoðunar.








