Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 24. mars 2000 kl. 15:29

Halldóra hittir Claudiu á morgun

Halldóra Þorvaldsdóttir úr Keflavík mun keppa í um titilinn Ungfrú Ísland.is á morgun. Keppnin fer fram í Perlunni.Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer mun krýna sigurvegarann, auk þess sem hún mun verða með stúlkunum í lokuðu hófi eftir keppnina. Þar mun Halldóra því hitta ofurfyrirsætuna að máli. Til stendur að Claudia muni fara í Bláa lónið í heimsókn sinni. Magnea Guðmundsdóttir, kynnigarstjóri Bláa lónsins, gat ekki staðfest að fyrirsætan kæmi. Hún væri mjög tímabundin í heimsókn sinni til Íslands. Til vonar og vara hefur Magnea því komið sendingu með vörum Bláa lónsins á hótelið þar sem Claudia Schiffer mun gista.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024