Halldór skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis
Halldór Lárusson verður næsti skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs Sandgerðis í síðustu viku.
Halldór Lárusson hefur verið kennari við Tónlistarskóla Sandgerðis í átta ár og síðustu tvö árin sem starfandi skólastjóri í forföllum Lilju Hafsteinsdóttur sem lætur af störfum á þessu ári.
Hann hefur víðtæka reynslu og menntun sem tónlistarmaður og af margskonar störfum með börnum og ungmennum.
Halldór var kjörinn bæjarlistamaður Grindavíkur árið 2014.