Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halldór skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis
Fimmtudagur 25. júní 2015 kl. 13:38

Halldór skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis

Halldór Lárusson verður næsti skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs Sandgerðis í síðustu viku.

Halldór Lárusson hefur verið kennari við Tónlistarskóla Sandgerðis í átta ár og síðustu tvö árin sem starfandi skólastjóri í forföllum Lilju Hafsteinsdóttur sem lætur af störfum á þessu ári.

Hann hefur víðtæka reynslu og menntun sem tónlistarmaður og af margskonar störfum með börnum og ungmennum.

Halldór var kjörinn bæjarlistamaður Grindavíkur árið 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024