Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halldór í heimspressunni
Fimmtudagur 6. október 2016 kl. 10:15

Halldór í heimspressunni

- BBC, TV2 og Discovery höfðu samband

Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Allt hreint við Holtsgötu í Njarðvík, náði ótrúlegum myndum í eldingaveðrinu sem gekk yfir Reykjanesskagann á mánudagsmorgun. Hann tók upp símann og hugðist taka videomyndir af eldingaveðrinu. Hann var nýbyrjaður að taka upp þegar TF-GAY, flugvél frá WOW, tók á loft frá Keflavíkurflugvelli.

Halldór beindi myndavélinni að flugvélinni og örfáum sekúndum síðar varð flugvélin fyrir eldingu. Myndefnið vakti strax mikla athygli og hefur farið víða um heim. Á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta hefur myndskeiðið fengið um 100.000 áhorf og á fésbók Víkurfrétta var áhorfið komið í 55.000 spilanir síðdegis í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég ætlaði nú bara að reyna að ná myndbandi af eldingunum. Svo sé ég flugvélina og beini upptökunni að henni og þá slær eldingum niður í flugvélina. Það er ótrúlegt að hafa náð þessu á myndband,“ segir Halldór í samtali við Víkurfréttir.

Erlendir miðlar á borð við BBC, TV2 og Discovery hafa sett sig í samband við Halldór og beðið um að fá að sýna myndbandið. Einnig deildi flug-Instagramsíðan „Megaplane“ myndbandinu þar sem það hefur nú fengið yfir 40.000 áhorf.

„Mánudagurinn fór nú eiginlega bara allur í að svara spurningum fjölmiðla,“ segir Halldór Guðmundsson. Myndin hér að ofan er úr myndskeiðinu sem hann tók. Án efa ein af fréttamyndum ársins.