Halldór í heimsókn
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fundaði ásamt fulltrúum Viðskiptaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins með stjórnendum fyrirtækja í Reykjanesbæ 30. nóvember s.l. á Markaðs - og atvinnumálaskrifstofunni. Þar kynnti VUR starfsemi sína og þjónustu sem íslenskum fyrirtækjum stendur til boða hjá viðskiptafulltrúum ráðuneytisins í sendiráðum þess erlendis.
Fulltrúar fjölmargra fyrirtækja mættu til að kynna sér þessa þjónustu og var utanríkisráðherra ánægður með að sjá svo mörg andlit á fundinum. Að fundinum loknum var formlega opnuð söguleg sýning utanríkisþjónustunnar í Kjarna að viðstöddu fjölmenni. Við það tilefni sagði utanríkisráðherra stuttlega frá sögu utanríkisþjónustunnar. Sýningin hefur að geyma ljósmyndir og muni sem tilheyra 60 ára sögu utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar er m.a. að finna dulkóðunarvél. Áhugasömum er bent á að sýningin er öllum opin í göngugötunni í Kjarna en hún stendur til 17. desember.
Fulltrúar fjölmargra fyrirtækja mættu til að kynna sér þessa þjónustu og var utanríkisráðherra ánægður með að sjá svo mörg andlit á fundinum. Að fundinum loknum var formlega opnuð söguleg sýning utanríkisþjónustunnar í Kjarna að viðstöddu fjölmenni. Við það tilefni sagði utanríkisráðherra stuttlega frá sögu utanríkisþjónustunnar. Sýningin hefur að geyma ljósmyndir og muni sem tilheyra 60 ára sögu utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar er m.a. að finna dulkóðunarvél. Áhugasömum er bent á að sýningin er öllum opin í göngugötunni í Kjarna en hún stendur til 17. desember.