Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halldór er nýr formaður smábátaeigenda
Laugardagur 19. október 2013 kl. 13:55

Halldór er nýr formaður smábátaeigenda

Suðurnesjamaðurinn Halldór Ármannsson var kjörinn nýr formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi félagsins í  gær. Kosningin var mjög jöfn og spennandi. Halldór hlaut 26 atkvæði en Þorvaldur Garðarsson 24 í kosningunni.

Halldór segir í samtali við Morgunblaðið að sér lítist mjög vel á verkefnin framundan. Hann segir að unnið verði eftir þeim tillögum sem aðalfundur félagsins hafi mótað en að einhverjar áherslubreytingar komi alltaf með nýrri stjórn. „Við munum standa eins og alltaf með því að verja hagsmuni smábátaeigenda, bæði í frjálsum veiðum og í makríl“,« segir Halldór.
Halldór tekur við af Arthuri Bogasyni sem verið hefur formaður félags smábátaeigenda í mörg undanfarin ár.

Halldór er fyrrverandi formaður Reykjaness - félags smábátaeigenda á Suðurnesjum og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 2006 þar af varaformaður sl. ár.
Halldór gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátnum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellur GK-23.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024