Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Halla Har gefur heppnum gesti málverk
Þriðjudagur 7. september 2004 kl. 14:55

Halla Har gefur heppnum gesti málverk

Listakonan Halla Haraldsdóttir stóð fyirr skemmtilegum leik á Ljósanótt þar sem gestir sem sóttu hana og eiginmann hennar Hjálmar Stefánsson áttu þess kost að vinna mynd eftir hana.

Gestir settu nafn sitt á miða sem fór í pott og var sigurvegarinn dreginn út á sunnudagskvöldið. Svo skemmtilega vildi þó til að Bára Alexandersdóttir, tengdadóttir þeirra hjóna var dregin úr pottinum. Séra Sigfús Ingvason, sem var meðal gesta dró Báru út, en hún hafði sett nafn sitt í pottinn að gamni og þótti ekki rétt að hún hlyti verkið.

Því var dregið á ný og sá Bára um að draga og var það Guðný Magnúsdóttir, Baldursgarði 11 sem var sú heppna. Guðný getur því nálgast vinninginn hjá Höllu við tækifæri.

VF-mynd Þorgils Jónsson: Bára og Halla með verkið sem var í verðlaun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024