Hálkuslys á Reykjanesbraut
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbrautinni rétt vestan við Vogaveg í gærkvöld. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni sökum hálku og hafnaði bifreiðin á ljósastaur. Engin slasaðist við óhappið en bifreiðin skemmtist talsvert og var flutt af vettvangi með kranabifreið.






