Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálkuóhöpp í umferðinni
Mánudagur 29. október 2007 kl. 09:34

Hálkuóhöpp í umferðinni

Tvö hálkuóhöpp urðu síðdegis í gær í umferðinni á Suðurnesjum. Á Reykjanesbraut við Fitjar lenti bifreið á ljósastaur og á Blikabraut hafnaði bifreið inni í garði. Engin slys urðu á fólki en nokkrar skemmdir urðu á ökutækjum.
Einn flugfarþegi á leið úr landinu var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær en sá svaf áfengissvefni í brottfararsal flugstöðvarinnar. Fékk hann að sofa lengur í fangaklefa lögreglunnar. Annars var kvöldið og nóttinn tíðindalaus hjá lögreglunni.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024