Hálkublettir og snjókoma með köflum á fermingardegi
Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en annars er mjög fallegt veður á Suðurnesjum. Fyrstu fermingar voru í morgun í Njarðvíkurkirkju og eru margir á ferli í dag vegna ferminga.Veðurspá: Austan 8-13 og dálítil snjókoma með köflum í dag, en hægari og úrkomulítið í nótt. Frost 0 til 5 stig, en snýst í sunnan 10-15 með snjókomu og hlýnar síðdegis á morgun.
Mynd frá fermingardegi í Njarðvíkurkirkju árið 2000
Mynd frá fermingardegi í Njarðvíkurkirkju árið 2000