Sunnudagur 16. október 2011 kl. 12:08
Hálka veldur þónokkrum óhöppum
Víða um land var hálka á vegum og á Suðurnesjunum urðu nokkur umferðaróhöpp í kjölfar hennar. Bíll valt á Reykjanesbraut við undirgöng við Njarðvík og bíll fór út af Reykjanesbraut við Hvassahraun. Þá varð árekstur á mótum Faxabrautar og Hafnargötu í Keflavík í gærkvöld.
Mynd úr safni VF.