Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálka og skafrenningur á Suðurnesjum
Laugardagur 13. janúar 2007 kl. 23:57

Hálka og skafrenningur á Suðurnesjum

Slæmt ferðaveður er nú á vegum utan þéttbýlis á Suðurnesjum vegna ofankomu, hálku og skafrennings. Snjóþekja er á vegum, talsverð hálka og skyggni lélegt. Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Á Sandgerðisvegi var sást varla á milli stika þegar blaðamaður átti leið þar um fyrir stundu. Innanbæjar eru aðalleiðir greiðfærar enn sem komið er en færð tekin að spillast sumstaðar í fáfarnari götum. Fólki er bent á að hægt er að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is

Spáð er áframhaldandi snjókomu í nótt.


Mynd: Í Reykjanesbæ kl. 00:10

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024