Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálka og éljagangur á Suðurnesjum
Sunnudagur 14. janúar 2007 kl. 10:47

Hálka og éljagangur á Suðurnesjum

Hálka og éljagangur er á Reykjanesbraut, á Grindavíkurvegi er snjóþekja og éljagangur, sömuleiðis út í Hafnir. Hálka er á öllum vegum á Suðurnesjum og skafrenningur sumstaðar.
Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og Þrengslum. Á Suðulandi er hálka og skafrenningur, víða er þæfingur í uppsveitum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig upplýsingakort Vegargerðarninnar leit út núna kl. 10:32 en á vef hennar www.vegagerdin.is er hægt að fylgjast með færð á vegum.
Blái liturinn merkir hálku, hvíti krap og snjó, sá rauði merkir ófærð og bleiki  þæfing.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024