Miðvikudagur 26. nóvember 2014 kl. 09:16
Hálka í morgunsárið
Íbúar á Suðurnesjum urðu liklega flestir varir við talsverða hálku víða í morgunsárið. Hálkublettir eru víða á svæðinu og er fólk því beðið um að fara með gát. Talsverð hálka er á götum Reykjanesbæjar sem og í Grindavík. Ekki er þó hálka á Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi að svo stöddu.