Hálka gerði ökumönnum skráveifu
Hálka og sjókrapi á Reykjanesbrautinni gerði ökumönum skráveifu í gærkvöld. Um kl. 21 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni rétt við Vogaveg og hafnaði hún á hliðinni utan vegar. Í bifreiðinni voru hjón með tvö börn en engan sakaði. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.
Um kl. 23:30 var svo annað óhapp við Kúagerði þegar ökumaður missti vald á bifreið sinni sem skall á ljósastaur. Engan sakaði við óhappið en bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið. Ljósastaurinn lagðist á hliðina við óhappið.