Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálka gerði ökumönnum grikk
Laugardagur 13. desember 2008 kl. 11:20

Hálka gerði ökumönnum grikk

Tvö umferðaróhöpp urðu innanbæjar í Reykjanesbæ í gær. Einn ökumaður missti bíl sinn utan vegar vegna hálku. Ekki urðu meiðsl á fólki en bifreiðina þurfti að fjarlægja með kranabíl.
Annar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í íbúðarhverfi á Vallarheiði og hafnaði bíllinn á hliðini. Ekki urðu meiðsl á fólk. Ungabarn í bílnum var í góðum bílstól.

Einn ökumaður var stöðvaður í gært grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eftir skýrslu- og blóðsýnatöku var hann frjáls ferða sinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024