Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 30. október 2000 kl. 16:52

Hálft kíló af marijúana

Tollgæslan og Lögreglan í Keflavík lögðu hald á hálft kíló af marijúana sl. laugardag. Efnið var falið í kortaklefa í flutningaskipinu Geysi í Njarðvíkurhöfn, en skipið er frá Norfolk í Bandaríkjunum. Skipstjórinn játaði að vera eigandi efnisins. Hann var handtekinn, færður í yfirheyrslu og síðan úrskurðaður í farbann af Héraðsdómi Reykjaness til 15. nóvember, eða þar til rannsókn málsins er að fullu lokið. Rannsóknarlögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024