Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 13:40

Hálft kíló af hassi innan klæða í Leifsstöð

Tollverðir á Keflarvíkurflugvelli stöðvuðu í gær 24 ára gamall mann sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Við skoðun reyndist hann hafa hálft kíló af hassi innan klæða. Maðurinn viðurkenndi við yfirheyrslur að vera eigandi efnisins. Hann var handtekinn og yfirheyrður frekar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu fíkniefnamála. Nú er svo komið að fíkniefnahundar Tollgæzlunnar eru alltaf á vakt og með nefið ofan í farangri þeirra sem koma til landsins. Þannig hefur Tollgæzlan komið upp um marga fíkniefnasmyglara að undanförnu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024