Hálfnað verk þá hafið er
Lionsklúbbarnir af Suðurnesjum ráðast sjaldan á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir ári tóku þeir sig til og rifu gömlu girðinguna sem var umhverfis hús Þroskahjálpar Suðurnesja og settu nýja í stað hennar. Nú var svo komið að því að mála herleg heitin og klára með því verkið.
Á annan tug manna hafa mætt á staðinn og málað, ekki bara grindverkið heldur innanhúss líka og er starfsfólk Þroskahjálpar þeim innilega þakklát fyrir alla hjálpina.
Það má með réttu segja að hálfnað verk þá hafið er, því eins og sést á myndinni er girðingin engin smá smíði.
Á annan tug manna hafa mætt á staðinn og málað, ekki bara grindverkið heldur innanhúss líka og er starfsfólk Þroskahjálpar þeim innilega þakklát fyrir alla hjálpina.
Það má með réttu segja að hálfnað verk þá hafið er, því eins og sést á myndinni er girðingin engin smá smíði.