Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haldlögðu um 100 grömm af kannabis
Mánudagur 15. apríl 2013 kl. 10:32

Haldlögðu um 100 grömm af kannabis

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði nær hundrað grömmum af kannabisefnum í húsleit sem gerð var í umdæminu um helgina. Farið var í húsleitina að fengnum úrskurði héraðsdóms Reykjaness. Grunur lék á að fíkniefnasala færi fram í húsnæðinu þar sem leitað var.

Þegar lögreglu bar að garði var þar fyrir húsráðandi ásamt fleira fólki. Hann framvísaði jónu sem hann var að reykja bakdyramegin í húsinu. Við leitina fundust svo ofangreind fíkniefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024