Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haldið upp á 30 ára kaupstaðarréttindi Grindavíkurbæjar um helgina
Þriðjudagur 13. apríl 2004 kl. 13:13

Haldið upp á 30 ára kaupstaðarréttindi Grindavíkurbæjar um helgina

Laugardaginn 17. apríl 2004 verður haldið uppá 30 ára afmæli kaupstaðarréttinda Grindavíkurbæjar.  30 ár eru nú liðin síðan Grindavíkurhreppur fékk kaupstaðarréttindi en það var 10. apríl 1974. Miklar breytingar hafa orðið á ásýnd bæjarins síðan þá og hefur íbúum fjölgað úr 1.600 í 2.421 íbúa m.v. 1. desember síðastliðin. Grindavíkurbær býr yfir öflugu íþróttafólki, góðu skólakerfi og félagsþjónustu, ásamt öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum sem styrkja bæinn. Atvinnuástandið er gott og uppbygging mikil. Á seinni árum hefur ferðaþjónusta stóraukist á svæðinu með tilkomu Bláa Lónsins og Saltfiskseturs Íslands í Grindavík.
Í tilefni dagsins mun Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands koma í opinbera heimsókn.

Myndin: Í tilefni dagsins mun Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands koma í opinbera heimsókn. Myndin er tekin við opnun Saltfisksetursins. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024