Haldið sofandi í öndunarvél
Karlmaður á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi í Njarðvík í gærkvöldi er alvarlega slasaður. Að sögn vakthafandi læknis er honum haldið sofandi í öndunarvél á gjögæsludeild. Maðurinn undirgekkst bæklunarlækningaraðgerð í nótt þar sem gert var að beinbrotum hans.
Tildrög slyssins munu hafa verið þau að maðurinn hafi ætlað að afstýra árekstri við bíl sem ók í veg fyrir hann. Við það skall hann í götuna á mótum Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar. Hann missti meðvitund og var fluttur á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.
VF-mynd / elg: Á vettvangi slyssins í gærkvöldi.
Tildrög slyssins munu hafa verið þau að maðurinn hafi ætlað að afstýra árekstri við bíl sem ók í veg fyrir hann. Við það skall hann í götuna á mótum Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar. Hann missti meðvitund og var fluttur á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.
VF-mynd / elg: Á vettvangi slyssins í gærkvöldi.