Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haldið sofandi í öndunarvél
Sunnudagur 19. júní 2005 kl. 11:33

Haldið sofandi í öndunarvél

Unglingspilturinn sem lenti í slysinu í Öxnadal á þjóðhátíðardaginn liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Honum er haldið sofandi í öndunarvél.

Tveir létust í umferðarslysinu, en sá fjórði var útskrifaður af slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gær. Hann er viðbeinsbrotinn og með minniháttar áverka á ýmsum stöðum.

Drengirnir sem létust í slysinu hétu Sigurður Ragnar Arnbjörnsson, 18 ára, til heimilis að Kirkjuvegi 18 í Reykjanesbæ, og Þórarinn Samúel Guðmundsson, 15 ára, til heimilis að Lindartúni 23 í Garði.

Tildrög slyssins eru enn í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. Ekkert nýtt er að frétta af rannsókninni en engin vitni voru að slysinu.

Mynd: Úr Öxnadal

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024