Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 23. mars 2002 kl. 11:12

Haldið í eina og hálfa klukkustund af bandaríska útlendingaeftirlitinu

Ung stúlka úr Keflavík upplifði heldur óblíðar móttökur þegar hún kom til Bandaríkjanna sl. mánudag. Bandaríska útlendingaeftirlitið tók stúlkuna afsíðis þar sem henni var haldið í eina og hálfa klukkustund. Faðir stúlkunnar sagði meðferðina sem hún fékk hafa verið mjög harkaleg. Hann hefur leitað skýringa hjá konsúl Bandaríkjanna á Íslandi.Stúlkan fór utan til að heimsækja unnusta sinn sem er í námi í Flórída. Á flugvellinum í Orlando var stúlkan tekin afsíðis af útlendingaeftirliti. Ítarleg leit var gerð á stúlkunni og í farangri hennar. Útlendingaeftirlitið á flugvellinum hélt því fram að stúlkan starfaði ólöglega í Bandaríkjunum þar sem hún hafði ferðast nokkrum sinnum um flugvöllinn á stuttum tíma. Ástæða ferðanna um flugvöllinn var hins vegar að heimsækja kærasta sem stundar nám í Bandaríkjunum. Bandaríska útlendingaeftirlitið mun ítrekað hafa spurt stúlkuna hvar hún starfaði í Bandaríkjunum og sagðist muna komast að því. Ítarleg leit í farangri að gögnum um vinnustað stúlkunnar í Bandaríkjunum bar því ekki árangur, enda stúlkna saklaus ferðalangur frá Keflavík á leið til síns heittelskaða.
Þegar útlendingaeftirlitið ytra varð að játa sig sigrað þá gerði starfsmaður þess athugasemd við stúlkuna hvar hún fengi alla þessa peninga til að ferðast til og frá Bandaríkjunum.
„Hvað kemur þeim við hvort fólk sem ferðast til Bandaríkjanna eigi peninga eða ekki,“ sagði faðir stúlkunnar í samtali við Víkurfréttir.
Hann hefur sett sig í samband við bandaríska sendiráðið í Reykjavík og konsúllinn þar vísar bara til dagsetningarinnar „11. september“.
Faðir stúlkunnar segir að dóttir sín megi þakka fyrir að hafa ekki verið send heim með næstu vél þar sem útlendingaeftirlitið hlustaði vart á hennar rök og var staðráðið í að „negla“ hana sem ólöglegt vinnuafl sem hefði nóg af peningum til að ferðast á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Eina sem þeir fundu voru tvö símanúmer, annað hjá kærastanum og hitt hjá ættingja í Jacksonville. Þetta er víti til varnaðar fyrir þá fjölmörgu sem oft ferðast til Bandaríkjanna. Þeir hafa greinilega miklar áhyggjur af því að ferðalangar komi of oft til að eyða fjármunum í landinu. Á sama tíma tökum við á móti þeirra fólki með silkihönskum,“ sagði reiður faðirinn í samtali við Víkurfréttir.
Stúlkan er ennþá í Bandaríkjunum en þetta verður síðasta ferðin hennar þangað í bili a.m.k.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024