Haldið á hrefnuveiðar
Hrefnuveiðimenn á Jóhönnu ÁR 206 leystu landfestar í Njarðvíkurhöfn um hádegisbilið en Jóhanna er fyrsti hvalveiðibáturinn sem fer til hrefnuveiða í sumar. Tveir aðrir bátar munu einnig veiða hrefnu í sumar en heimilt er að veiða eitt hundrað hrefnur á veiðitímabilinu.
Áður en haldið var úr höfn var fallbyssan yfirfarin og smurð og séð til þess að allt væri í lagi. Stefnan var síðan tekin í átt að Snæfellsjökli. Áhöfnin á Jóhönnu ÁR gerir ráð fyrir að geta veitt 3-4 dýr í hverri veiðiferð.
Efri myndin: Gunnlaugur Konráðsson hrefnuveiðimaður yfirfer fallbyssuna, þaðan sem skutlinum er skotið í bráðina.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Neðri myndin: Jóhanna ÁR leggur úr höfn í Njarðvík fyrir hádegið.