Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halda til í gúmmíbjörgunarbáti í 84 klukkustundir
Föstudagur 26. júní 2009 kl. 19:25

Halda til í gúmmíbjörgunarbáti í 84 klukkustundir

Nú stendur yfir svokallað bátamaraþon hjá Unglingadeildinni Kletti, sem er unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Maraþonið hófst í gær, fimmtudag, og ætla unglingarnir að halda til í gúmmíbjörgunarbáti í höfninni í Njarðvík í 84 klukkustundir.

Áður en ævintýrið hófst söfnuðu ungmennin áheitum og eru að safna fé fyrir starfsemi deildarinnar.

Meðfylgjandi mynd var tekin nú í kvöld og eins og sjá má er tjarnsléttur sjór í höfninni og ekki virðist fara illa um unga fólkið.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024