Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. janúar 2002 kl. 23:15

Halda launum sínum þau fjögur ár sem þeir eru í námi

Skóla- og fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur lagt fram eftirfarandi tillögu að reglum vegna launaðs námsleyfis starfsmanna leikskóla Reykjanesbæjar sem eru í fjarnámi við Háskólann á Akureyri.1. Þeir starfsmenn leikskóla Reykjanesbæjar sem eru í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri halda launum sínum þau fjögur ár sem þeir eru í námi.

2. Að námi loknu skuldbindur starfsmaður sig til að vinna við leikskóla Reykjanesbæjar í tvö ár og skal miða við að starfshlutfall sé a.m.k. það sama og áður. Eru þá hugsanleg leyfi, t.d. barnsburðarleyfi eða launalaus leyfi undanskilin.

3. Hætti starfsmaður störfum í leikskólum Reykjanesbæjar áður en hann hefur unnið skuldbundinn tíma hefur Reykjanesbær heimild til að fara fram á hlutfallslega endurgreiðslu á þeim launum sem greidd voru.

Tillagan verður tekin til afgreiðslu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar nk. þriðjudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024