Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halda jólahlaðborð fyrir Fjölskylduhjálp
Mánudagur 22. desember 2014 kl. 16:34

Halda jólahlaðborð fyrir Fjölskylduhjálp

Menu Veitingar og Tveir vitar standa í kvöld fyrir jólahlaðborði fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum. Hlaðborðið verður haldið á nýjum veitingastað Gríms grallara að Hafnargötu 90 í Keflavík.

Ásbjörn Pálsson veitingamaður í Menu Veitingum sagði í samtali við Víkurfréttir að hann vildi leggja sitt af mörkum til samfélagsins og leggur til veitingar á jólahlaðborðið ásamt Tveimur vitum í Garði. Þá leggur Þvottahöllin til alla dúka fyrir veisluna.

Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum sá um að bjóða skjólstæðingum sínum til veislunnar en gert er ráð fyrir rúmlega 100 manns í jólahlaðborðinu sem fer fram í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024