Halda íbúafund um nýtt skipulag kirkjugarðs í Innri-Njarðvík
Njarðvíkurkirkja og safnaðarnefnd hafa lagt fram deiliskipulagstillögu fyrir kirkjugarð Njarðvíkur í Innri-Njarðvík. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins, nýju þjónustuhúsi og stækkun safnaðarheimilis.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fundaði um málið í síðustu viku og veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.