Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halda ekki fund með eigendum kísilvers
Þriðjudagur 16. október 2018 kl. 09:33

Halda ekki fund með eigendum kísilvers

- Höfnun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar til afgreiðslu bæjarstjórar í dag

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur í dag til afgreiðslu fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frá því á föstudag þar sem ráðið hafnaði beiðni Verkís ehf. sem óskaði fyrir hönd Stakksbergs ehf. eftir að skipulags- og matslýsing fyrir kísilverið í Helguvík verði tekin til meðferðar. Jafnframt var óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við ofangreinda skipulags og matslýsingu.
 
Í kjölfar höfnunar Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á málinu óskaði Stakksberg ehf. eftir fundi með bæjarstjórn áður en hún tæki málið fyrir í dag.
 
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfnuðu því að taka á móti fulltrúum fyrirtækisins.
 
„Við töldum ekki eðlilegt að halda fund með þeim á þessu stigi málsins,“ segir Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024