HALAKOTSBRÆÐUR ENDURNÝJA
Halakotsbræður endurnýjaValdimar hf. í Vogum, sem Halakotsbræður eiga, hafa skrifað undir kaupsamning á 39 metra, 190 tonna bát sem er útbúinn með línubeitningavél og á net. Báturinn er smíðaður í Noregi 1989 og er með 1000 hestafla Caterpillar vél. Þessum bát er ætlað að koma í stað Ágústs Guðmundssonar GK-95 sem Valdimar hf. á og gerir út en hann er orðinn 38 ára gamall. Síðasti mögulegi afhendingardagur er 16. apríl 1999 í Noregi.