Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hakakrossar og áróður gegn útlendingum í Keflavík
Fimmtudagur 29. mars 2007 kl. 13:22

Hakakrossar og áróður gegn útlendingum í Keflavík

Útlendingahatur virðist vera að brjótast upp á yfirborðið í Keflavík. 


Risastórt veggjakrot, þar sem hakakrossar og áróður eins og „Ísland fyrir Íslendinga“ má finna á Vatnsnesinu í Keflavík. Í næsta húsi býr fjöldi útlendinga. Á horni Sólvallagötu og Faxabrautar var nýlega límdur miði á umferðarskilti með skilaboðum sem mætti umorða þannig að fólk frá Póllandi væri það versta sem komið hafi fyrir Íslandi. Þá voru Pólverjar sagðir svín og sagt að fara til síns heima.


Í stóra veggjakrotinu á Vatnsnesi má einnig sjá teikningu af manni hangandi í snöru og einkennisstafina „ÍFÍ“ sem ætla má að sé skammstöfun fyrir „Ísland fyrir Íslendinga“. Ekki er vitað hver stendur fyrir þessum áróðri, en málið er alvarlegt. Reyndar virðist veggjakrot vera að færast í aukana í bæjarfélaginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024