Háhraðalest milli Keflavíkur og Reykjavíkur kostar 100 milljarða
Sérstakur samráðshópur undir forystu Runólfs Ágústssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Keilis á Ásbrú, vinnur að athugun á því hvort mögulegt sé að leggja háhraðalest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Talið er að kostnaður við það nemi rúmum hundrað milljörðum króna. Ísavía, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Landsbankinn, Fasteignafélagið Reitir og Reykjavíkurborg koma m.a. að verkefninu.
Kostnaðurinn við slíka lest er rúmir hundrað milljarðar, samkvæmt kynningu sem lögð var fyrir borgarráð Reykjavíkur í gær. Mælt er með því að lestarferðin milli flugvallarins og höfuðborgarinnar taki um stundarfjórðung og ferðatíminn megi alls ekki vera lengri en 20 mínútur.
Til að ná því markmiði yrði lestin að ná 150 til 200 kílómetra hraða. Tvær lestategundir koma því til greina - svokölluð segulhraðalest sem nær 400 kílómetra hraða á klukkustund eða rafhraðalest sem nær 350 kílómetrra hraða á klukkustund.
Nánar er fjallað um málið hér í frétt RÚV.