Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hagyrðingakvöld í Stapa annaðkvöld
Miðvikudagur 1. september 2004 kl. 16:19

Hagyrðingakvöld í Stapa annaðkvöld

„Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur,“ segir í vísunni, og víst er að vísnagerð hefur löngum verið ein vinsælasta afþreying landans. Hagyrðingakvöld hafa verið með skemmtilegustu og best sóttu skemmtikvöldum síðustu árin en hafa ekki náð að skjóta rótum hér á Suðurnesjum. Annaðkvöld verður hins vegar gerð bragarbót í þeim efnum þar sem efnt verður til hagyrðingarkvölds í Stapa.
„Ef það eru góðir hagyrðingar hér á Suðurnesjum hafa þeir ekki verið að láta mikið fara fyrir sér,“ segir Sigríður Dóra Sverrisdóttir, einn að aðstandendum kvöldsins. „Annaðkvöld verða hins vegar samankomnir miklir reynsluboltar sem munu sitja á sviði í Stapa og fara með vísur um menn og málefni líðandi stundar,“ bætir Sigríður við. Hagyrðingarnir sem sitja á sviði í kvöld eru Hjálmar Freysteinsson, Einar Kolbeinsson, Friðrik Steingrímsson og Pétur Pétursson ásamt þeim Hrönn Jónsdóttur og Ósk Þorkelsdóttur, sem gefa körlunum ekkert eftir.
Vilji gestir í sal koma á framfæri vísukornum meðan á skemmtuninni stendur er þeim í lófa lagið að gefa fundarstjóra, hinum góðkunna Karli Ágústi Úlfssyni, merki og fá þeir þá ef til vill að koma þeim á framfæri.

Hagyrðingakvöldið hefst kl. 20:00 og stendur til 23:00 eða allt eftir andgift kvöldsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024