Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hagvöxtur á Suðurnesjum var langt undir landsmeðaltali
Miðvikudagur 24. janúar 2007 kl. 09:18

Hagvöxtur á Suðurnesjum var langt undir landsmeðaltali

Hagvöxtur á Suðurnesjum var talsvert langt undir landsmeðaltali árið 2004 eftir hagvaxtarskeið árin á undan. Þetta kemur fram í samantekt sem Byggðastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur unnið um hagvöxt landshluta á árunum 1998 – 2004.

Í skýrslunni segir að hagvöxtur á Suðurnesjum hafi verið yfir landsmeðaltali á fyrri hluta tímabilsins en seinni árin hafi vöxtur hér verið minni en á landinu öllu.
Árið 2000 hófust miklar framkvæmdir við stækkun Flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli en fyrsta áfanga þeirra lauk snemma árs 2001. Árið 2002 dregst byggingastarfsemi á Suðurnesjum saman um ríflega fjórðung frá fyrra ári en jafnframt verður nokkur samdráttur í þjónustu á svæðinu. Alls dregst framleiðlsa saman um rúm 10% árið 2002.

Í skýrslunni segir að síðan þá hafi hagvöxtur á Suðurnesjum heldur náð sér á strik en var þó langt undir landsmeðaltali árið 2004.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024