Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. maí 2000 kl. 13:55

Hagur fólk kann að vænkast

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti tillögu Fjölskyldu-og félagsmálaráðs á fundi sínum sl. þriðjudag, að gerð verði könnun á íbúum félagslegra íbúða. Skoða á hvort þeir sem hafa verið lengur en þrjú ár í félagslegum leiguíbúðum uppfylli enn skilyrði fyrir áframhaldandi búsetu. Húsnæðifulltrúa var falið að framkvæma könnunina. Skúli Þ. Skúlason (B), oddviti bæjarstjórnar sagði að það væri sín skoðun að það væri full ástæða til að gera slíka athugun þar sem hagur fólks getur vænkast á milli ára en alltaf væru biðlistar eftir félagslegum leiguíbúðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024