Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hagsmunir íbúa verði hafðir í fyrirrúmi
Föstudagur 9. mars 2012 kl. 13:48

Hagsmunir íbúa verði hafðir í fyrirrúmi

Bæjarráð Garðs treystir því að hagsmunir íbúa á Suðurnesjum verði hafðir í fyrirrúmi í viðræðum um sölu á Kölku. Gera verður grein fyrir áætlunum væntanlegra kaupenda Kölku á hvers konar sorpi stöðin á að brenna. Bæjarráð Garðs mun bíða með að taka ákvörðun um hvort mælt verði með sölu fyrirtækisins þar til niðurstöður í samningaviðræðum aðila og heimildir Umhverfisráðuneytisins liggja fyrir. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Garðs frá því á miðvikudaginn þar sem tekin var fyrir fundargerð félagsfundar í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024