Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 20. september 2000 kl. 09:15

Hagnaður af Ljósanótt

Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi, lagði fram uppgjör vegna lýsingar Bergsins og Ljósanætur á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar sl. þriðjudag. Þar kom fram að kostnaður var fjórar milljónir króna og hagnaður rúm fimm hundruð þúsund. Lamparnir kostuðu rúma eina milljón og vinna við uppsetningu og teikningar tæpar tvær milljónir. Heildarkostnaður við lýsinguna var því tæpar þrjár milljónir króna. Heildarkostnaður vegna Ljósanætur var um 1,2 millj. kr. Samanlagður kostnaður var því fjórar millj. kr. Framlag Reykjanesbæjar var 1,5 millj. kr., Reykjavík Menningarborg 2000 lagði til 150 þús. kr. og framlag fyrirtækja og stofnana var rétt tæpar þrjár millj. kr. Hagnaður vegna Ljósanætur er því rúm 500 þús. Steinþór sagði að það væri sér mikið gleðiefni að svona framkvæmd skilaði hagnaði og það sýndi samhug og vilja bæjarbúa til að taka þátt í kostnaði sem þeim finndist koma til skila til bæjarfélagsins. „Þar sem ég sá um að safna fjármagni í verkefnið án afskipta bæjarins eða annarra, finnst mér rétt að uppgjör þetta komi opinberlega fram og þakka um leið þeim sem studdu málið svo glæsilega sem raun ber vitni. Þess má einnig geta að þegar hafa verið greiddir háir reikningar vegna hjólabrettabrautar, nýs púttvallar og fleiri liða sem tengjast framkvæmd Ljósanætur óbeint þannig að hagnaður við beina framkvæmd Ljósanætur er í raun töluvert hærri en fimm hundruð þúsund. Er það tillaga mín að hagnaður Ljósanætur verði varið jafnt til hreinsunar við sjávarsíðuna og notað sem framlag til næstu Ljósanætur“, sagði Steinþór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024