Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 16. nóvember 2001 kl. 12:04

Hagnaður á rekstri Þorbjörns Fiskaness hf.

Hagnaður var af rekstri Þorbjörns Fiskaness hf. í Grindavík á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins upp á 1,8 millj. krónur. Afkoma af rekstri Þorbjarnar Fiskaness hf fyrstu níu mánuði ársins 2001, var sem hér segir.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 917,2 milljónir, eða 28,75% af tekjum. Veltufé frá rekstri var kr. 663,4 milljónir, eða 20,8% af tekjum. Tap af reglulegri starfssemi fyrir skatta var kr. 229,7 milljónir, eða 7,2 % af tekjum. Hagnaður tímabilsins nam kr. 1,8 milljónum.
Afkoma af rekstri félagsins á þriðja ársfjórðungi var betri en reiknað hafði verið með í upphafi árs og nam hagnaður þriðja ársfjórðungs fyrir skatta kr. 95,3 milljónum
Mikið gengistap af lánum í erlendri mynt, og sjómannaverkfall í einn og hálfan mánuð á besta rekstrartíma fyrirtækisins, hafa veruleg áhrif á niðurstöðutölur uppgjörsins.
Eigið fé var kr. 1.452 milljónir þann 30. september sl. Eiginfjár hlutfall er 16,17 %.
Aðrar tekjur kr. 81 milljónir, eru hagnaður af sölu hlutabréfa, og tveggja skipa.
Þar sem félagið er að mestu skuldsett í erlendum gjaldmiðlum varð gengistap á tímabilinu kr. 934 milljónir. Gengisbreytingin mun hins vegar hafa jákvæð áhrif á tekjur fyrirtækisins í framtíðinni, og var það þegar tekið að skila sér í rekstrinum á þriðja ársfjórðungi.
Rekstur bolfiskveiðiskipa og landvinnslu bolfisks gekk vel á tímabilinu, þrátt fyrir hlé í vinnslunni og útgerð skipanna, vegna sumarfría og viðhalds.
Útgerð nótaskipsins, og flakafrystitogaranna gekk vel á þriðja ársfjórðungi.
Nú gerir Þorbjörn Fiskanes hf út, 3 frystitogara, 4 línuskip, 2 togskip, og 1 neta- og togbát, og vinnslu afla af þeim í saltfisk og fersk flök til útflutnings. Einnig er unnin humar hjá fyrirtækinu. Þá er gert út eitt skip til veiða á loðnu og síld.
Vegna fyrirætlanna stjórnvalda um að minnka aflahlutdeild aflamarksskipa í ýsu, steinbít og ufsa, og færa til útgerða krókabáta, hefur yfirmönnum á tveim togskipum félagsins verið sagt upp störfum, til að skapa svigrúm fyrir endurskipulagningu í útgerðinni, þegar endanleg niðurstaða þessara aðgerða stjórnvalda liggur fyrir.
Horfur í rekstri eru góðar um þessar mundir hvað varðar alla þætti starfsseminnar.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024