Föstudagur 13. október 2006 kl. 21:31
				  
				Haglabyssu og fartölvu stolið í innbroti
				
				
				

Á dagvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um tvö innbrot í tvö hús í Keflavík þar sem enginn var heima. Á öðrum staðnum var stolið fartölvu og haglabyssu en engu á hinum staðnum þar sem styggð kom að þjófunum.