Hagkvæmnisgreiningu á flutningi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verði haldið áfram
Á fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar í gær var fjallað um fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum frá 27. apríl sl. og eftirfarandi bókað:
“Málefni Landhelgisgæslunnar.
Bæjarráð Sandgerðisbæjar tekur undir bókun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem óskað er eftir skipan samstarfshóps stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum til að halda áfram hagkvæmnisgreiningu á flutningi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja.
Mikilvægt er að málinu verði lokið með útreikningi endanlegrar staðsetningar og framtíð Landhelgisgæslunnar í huga.”