Hagkvæmniathugun á netþjónabúi
Markaðs-, atvinnu- og menningarsvið Reykjanesbæjar hefur fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja undirritað samstarfssamning við Orkuveitu Reykjavíkur, Landssímann, Fjárfestingaskrifstofu Íslands og Eurocolo um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu og rekstri netþjónabús á Íslandi með staðsetningu á Reykjanesi í huga. Stefnt er að því að ráða breska ráðgjafastofu til forkönnunar en munu ráðgjafar þaðan koma hingað til lands á næstu vikum til að taka saman upplýsingar um raforkuverð, kostnað við uppbyggingu sérhannaðs húss, samfélagslegan kostnað, skattamál og annað sem við kemur uppbyggingu netþjónabús.
Niðurstöður þeirrar forkönnunar gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að meta hagkvæmni þess og möguleika á að reisa slíkt bú á Íslandi en eins og áður hefur komið fram kemur staðsetning á Reykjanesi sterklega til greina. Lokaskýrsla um málið mun verða tilbúin til kynningar innan 6-8 vikna, segir á vef Reykjanesbæjar.
Niðurstöður þeirrar forkönnunar gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að meta hagkvæmni þess og möguleika á að reisa slíkt bú á Íslandi en eins og áður hefur komið fram kemur staðsetning á Reykjanesi sterklega til greina. Lokaskýrsla um málið mun verða tilbúin til kynningar innan 6-8 vikna, segir á vef Reykjanesbæjar.