Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hagkvæmar og endurnýtanlegar skólastofur í Reykjanesbæ
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 2. ágúst 2019 kl. 08:37

Hagkvæmar og endurnýtanlegar skólastofur í Reykjanesbæ

Hagkvæmar og endurnýtanlegar skólastofur voru settar upp við þrjá skóla í Reykjanesbæ í júlímánuði. Stofum við Stapaskóla var fjölgað en bráðabirgðahúsnæði skólans er byggt upp á endurnýtanlegum einingum. Þá var sett niður skólastofa við leikskólann Hjallatún og að endingu voru tvær og hálf eining settar niður við Myllubakkaskóla.

Tvær og hálf eining við Myllubakkaskóla rúmar tvær skólastofur og minna herbergi til sérkennslu eða annarra nota. Ein og hálf eining er við Stapaskóla, sem rúmar eina kennslustofu og viðbótarrými og ein eining er við Hjallatún.

Með því að setja niður einingu við Hjallatún verður bið á stækkun leikskólans en hugmyndir hafa verið uppi um að spegla núverandi húsnæði og stækka um helming.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir einingarnar valdar með það í huga að þær séu vel færanlegar og aðgengilegar. Þær sé því hægt að færa til eftir þörfum. „Þessar einingar eru því bæði hagkvæmar fjárhagslega og tímalega séð. Ég geri ráð fyrir því að breytingar verði á skólaumhverfinu þegar fyrsti áfangi Stapaskóla verður tekinn í notkun haustið 2020, sem er grunnskólahlutinn, rúmlega 7000 fm². Þá ætti dreifingin í skólana að jafnast að einhverju marki. Þá er núverandi skólahúsnæði Stapaskóla úr sams konar færanlegum einingum og munu því nýtast annars staðar þegar fyrsti áfanginn verður tekinn í notkun.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024