Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hagkaup í Njarðvík lokað vegna freonleka
Föstudagur 29. nóvember 2002 kl. 16:59

Hagkaup í Njarðvík lokað vegna freonleka

Öllum viðskiptavinum og starfsmönnum Hagkaups í Njarðvík var vísað út úr versluninni af lögreglu og slökkviliði nú rétt í þessu þar sem eitruð lofttegund lak útaf kælikerfi á lager verslunarinnar. Starfsmenn urðu varir við mikinn reyk á lager og kölluðu til slökkvilið.Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan í Keflavík voru send á staðinn. Háannatími var í versluninni og talsvert af fólki í húsinu. Öllum var vísað út og tók sú aðgerð skamman tíma.
Fljótlega tókst að loka fyrir kút við kælikerfið sem lak og viðgerðarmenn eru á leiðinni til Njarðvíkur til að gera við bilunina. Slökkvilið taldi efnið vera freon, en það er hættulegt að anda því að sér. Verslunarstjórinn í Hagkaup gat ekki svarað því hversu lengi búðin verði lokuð í dag. Það sé undir slökkviliðinu komið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024