Hafþór ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar
Hafþór Barði Birgisson hefur verið ráðinn nýr íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar. Hafþór er tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands og hefur starfað að tómstunda- og forvarnarmálum hjá Reykjanesbæ í um 16 ár. Í dag starfar Hafþór sem tómstundafulltrúi og er því vel heima í stórum hluta starfsins. Hafþór mun taka við starfinu 1. ágúst nk.