Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafsteinn Guðmundsson dró stærsta þjóðfána Íslands að húni
Fimmtudagur 17. júní 2004 kl. 19:00

Hafsteinn Guðmundsson dró stærsta þjóðfána Íslands að húni

Hafsteinn Guðmundsson, knattspyrnufrömuður í Keflavík til margra ára, dró þjóðfánann að húni í Skrúðgarðinum í Keflavík í dag. Þjóðfáninn sem árlega er dreginn að húni í Reykjanesbæ er sá stærsti á Íslandi en athörnin er í umsjón skáta í Reykjanesbæ.
Fjölbreytt dagskrá hefur verið í Reykjanesbæ í allan dag í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Dagskráin heldur áfram í kvöld í Reykjaneshöllinni og Stapanum, þar sem boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024